Þuríður Hjálmtýsdóttir

Þuríður Hjálmtýsdóttir

Sérfræðingur í klínískri fjölskyldusálfræði
Þuríður er sérfræðingur í klínískri fjölskyldusálfræði en hún hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 1989. Að auki hefur hún aflað sér menntunar í fyrirtækjaþróun og mannauðslausnum.
Hún hefur margra ára reynslu af fjölskyldu- og einstaklingsmeðferðum,  mannauðsþróunar verkefnum á vinnustöðum og hópavinnu með unglingum, foreldrum og hópum syrgjenda.
Hún hefur haldið fjölda erinda sem bæði eru sniðin að þörfum ákveðinna hópa og sem fræðsla fyrir almenning.